<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Sælt veri fólkið :)
Mér finnst ég eiginlega vera orðin hálf rugluð núna...getur spenningur framkallað skrítna drauma?? Hehe...ég er búin að dreyma svo mikla vitleysu að undanförnu! Síðasta nótt fór öll í það að hjálpa öldruðum manni að fá sér vinnu, þvílíkt puð! Og svo er ég búin að vera að panta salat og stússast heilu næturnar (aðallega í vinnunni) og margt fleira álíka merkilegt! Mikið að gera hjá mér í draumaheimi!
Annars er minnislistinn/ferðalistinn orðinn heldur langur og merkilegur. Eins gott að ekkert gleymist heima...því það myndi verða eitt stórt VÚPPS!! Nei nei við erum svo skipulagðar og skynsamar, samt aðallega skipulagðar, að við gleymum engu! Einn bakpoki fyrir tvo mánuði... :þ
...adios!

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Upphafið
Þetta byrjaði allt saman fyrir um ári síðan. Þá vorum við (Þóra, Jóhanna og Ragga) bara saklausar menntaskólamær. Þóra og Ragga höfðu verið sjálfviljugir fangar Menntaskólans í Reykjavík í tæp fjögur ár en Jóhanna hafði stundað Menntaskólan í Hamrahlíð. Nú var menntaskólaárunum eða hinum bestu árum, eins og sumir vilja meina, senn að ljúka og margir farnir að spyrja okkur hvað við ætluðum eiginlega að verða. Einhvern tíman á þessu tímabili fórum við að pæla alvarlega í því að verða ferðalangar eða öllu heldur afríkufarar. Við rölltum þangað sem Stúdentaferðir eru til húsa og féllum alveg fyrir ævintýraferð til suðurhluta Afríku. Við vissum lítið um Afríku og þekktum löndin þar lítið.

Ferðin var nánast valin af handahófi. Við vorum fljótar að ákveða að fara til Afríku einfaldlega vegna þess að við vissum svo lítið um þessa heimsálfu en vissum þó að menningin þar væri gjörólík þeirri sem við höfum vanist. Sem sagt nógu öðruvísi, framandi og síðast en ekki síst nógu laaaangt í burtu. Þessa einstöku ferð sem við völdum úr mörgum öðrum afrískum völdum við vegna þess að okkur mun gefast kostur á því að sjá svakalega fjölbreitt dýralíf í nokkrum þjóðgörðum á leiðinni auk þess sem nánast alla ferðina er gist í tjöldum (á næturna) og eykur það ævintýrastemmninguna til muna.

Fyrsta innborgun inná ferðina varð snemma síðasta sumar og höfum við allar unnið og unnið í allan vetur fyir ferðinni. Annars skonar undirbúningur hefur einnig átt sérf stað í vetur, svo sem ferðir í bólusetningar, endurnýjun á passa, skipulagning á flugi til og frá Afríku og síðast en ekki síst pæingar á bak við þennan pínulitla farangur sem við getum haft meðferðis. Ferðin er 5 vikna löng og byrjar í Zimbabwe. Keyrt verður suður til Botswana, vestur til Namibíu, suður eftir Namibíu, suður til Suður Afríku og endað lengst suður í Höfðaborg.

Það sem flestir spá í er hvort ekki verði óbærilega heitt. Tímasetningin gæti hins vegar ekki hentað betur. Það verður haust í Afríku á þessum tíma (4. apríl til 9 mai) svo hitinn verður notalegur, við verðum akkúrat búnar að safna okkur nægum peningum og komum heim beint í sumarvinnuna eftir ferðina. Við höfum fengið litlar upplýsingar um hópin sem við munum ferðast með í rútutrukk, grilla með kvöldmat, tjalda með á kvöldin og hanga með í Afríku. Vitum þó að við erum 17 (11 kvenkyns og 6 karlkyns) manna hópur á aldrinum 20 til 66 ára. Þetta þýðir sem sagt að við erum yngstar en spennandi verður að sjá hvernið aldursskiptingin er. Við þrjár erum einar frá Íslandi en ferðafélagar okkar koma frá Ameríku, Ástralíu, Bretlandi, Kanada og Noregi. Þetta er sam sagt gífurlega fjölbreyttur hópur og því engin hætta á öðru en að ferðin verði lærdómsrík ævintýraferð.

Ætlunin er að segja frá ferðalaginu hér en við munum sennilega komast á netið vikulega.

P.S. Á næsta ári munum við koma aftur reynslunni ríkari og stofna nýja bloggsíðu, ófrískar.blogspot.com. (Mamma, þetta var grín)

Þóra

mánudagur, febrúar 16, 2004

Hvaaað er aaað geeerast hééér??

This page is powered by Blogger. Isn't yours?