<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 31, 2004

hallo hallo islendingar! sitjum herna vid svakalega haega tolvu. lentum i harare i morgun. tar beid hun naomi okkar eftir okkur. hun var med skilti med nofnunum okkar og tetta var alveg magnad! hun baud okkur far i glaesikerru sem var pastelgraen a litinn og eldri en vid (allar samanlagt). okkur leist nu ekkert a tetta en komumst heilar a hufi a hotelid tar sem vid erum nuna. rosa gott vedur...og vid hofum nog ad gera i tjillinu! hotelid er alveg yndislegt, rosalega heimilislegt og allir voda vinalegir. komumst vonandi i hradvirkari tolvu naest...
kvedjur,
johanna, tora & ragga

mánudagur, mars 29, 2004

Jæja! Eftir nokkuð strembinn dag sem framkallaði allt í senn blóð, svita og tár (tjaaaa svona nokkurn veginn) þá er ég sátt og næstum alveg tilbúin í stóra ferðalagið!! Bakpokinn er orðin frekar troðinn þó að ég hafi aðeins tekið það allra allra nauðsynlegasta með. En þetta er svo fljótt að tínast til...jebbs svona er þetta! Taugarnar hafa ekki beint verið upp á sitt besta að undanförnu...þið sem hafið umgengist mig mest síðastliðna daga fáið alla mína samúð heheheh ;) En allaveganna þá hefst þetta allt saman á morgun. Við leggjum af stað út á flugvöll í hádeginu og flugið okkar til London fer um 3 leytið. London beibí ;)
Vona að þið hafið það sem allra best og ég skrifa um leið og ég get!
Knús knús...heheh ;)
Blessó í bili!
Jóhanna

þriðjudagur, mars 16, 2004

Jæja, tíminn líður hægt og rólega og það fer að líða þessari afríkuferð okkar. Núna eru 13 dagar þar til við leggjum í hann. Niðurtalning er að sjálfsögðu löngu hafin og spennan farin að aukast ansi mikið innan ferðahópsins. Þessi spenna lýsir sér í skringilegum draumförum okkar þriggja og getum við ekki beðið eftir því að byrja að taka inn malaríulyfin okkar því læknirinn sagði að aukaverkanir af þeim gætu orðið blómlegar draumfarir, eins og hann orðaði það. Þetta verður skrautlegt hvernig sem þetta verður.

Við höfum hins vegar ekki bara setið aðgerðarlausar í 50 daga (byrjuðum að telja dagana fyrir svona 50 dögum) og talið niður. Það þurfti að ganga frá ýmsum málum og nú virðist þetta allt vera að smella saman. Það þurfti að panta hótelherbergi bæði í London (þessa einu nótt sem við stoppum þar á leiðinni út) og einnig í Harare. Við fljúgum beint til Harare í Zimbabwe frá London og þurfum að gista í 3 nætur þar áður en við fljúgum áfram til Viktoríufossanna þar sem við hittum ferðahópinn í heild sinni. Það hefur gengið hálfbrösulega að panta hótelherbergi í Harare vegna villandi upplýsinga á vefsíðu hótelsins sem við völdum okkur. Skilgreiningar á herbergjunum vantaði og voru verðin mjög villandi. Við ákváðum loks eftir miklar pælingar að panta bara nánast eitthvað út í loftið sem við héldum að gæti hýst okkur þrár fyrstu nóttina. Við pöntunina poppaði allt í einu upp e-mail adressa hótelsins og þar með hófust bréfaskriftir milli okkar og manneskju að nafni Naomi sem vinnur á hótelinu. Hlutirnir skýrðust hins vegar ekki mikið við þessar bréfaskriftir. Held að Naomi hafi ekki alveg skilið okkar ensku þrátt fyrir mikla áherslu á skýrmæli og okkur gengur alls ekki vel að skilja Naomi-enskuna í bréfunum. Við erum þó orðnar nokkuð vissar um að við séum allar komnar með gistingu þessa fyrstu nótt og ætlum að taka sénsinn og panta hebergi hinar tvær næturnar þegar við erum komnar á staðinn og sjáum þetta með berum augum. Vonum einnig að það gangi betur að skilja hina enskumælandi Naomi þegar á staðinn er komið.

Nú, við munum halda áfram að telja niður dagana en við höldum sem sagt til London þann 29. mars og verðum komnar til Harare eldsnemma 31. mars.

Þóra Þorgils

sunnudagur, mars 07, 2004

Hæmms! Það er lítið að gerast hérna á þessari síðu...en það fer að styttast í svakalegar fréttir í beinni frá Afríku. Einungis þrjár vinnuvikur þangað til við förum :) Þóra komin með pillupakkann í hendurnar og næstum því alles ready...væri bara alveg til í að fara á morgun ef það væri hægt ;) En jamms og jæja...vona þó að veðrið verði betra í Afríku en það er hérna á klakanum í augnablikinu! Rok og rigning er leiðinleg blanda, í fínu lagi að hafa bara rigningu en þetta tvennt saman...neeeee ekki skemmtilegt!
Við gerum eitthvað ævintýralegt við síðuna áður en við förum :þ
Þangað til næst...
Jóhen :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?